13.3.2015

Samningafundur iðnaðarmanna með SA

Fulltrúar sambanda og félaga iðnaðarmanna sem hafa ákveðið að vinna saman 
í komandi kjaraviðræðum hittu fulltrúa Samtaka atvinnulífsins klukkan 10. í dag, þann 13. mars.
Kröfugerð iðnaðarmanna byggir á þeim áherslum sem þeir hafa þegar kynnt um endurskoðun
á launakerfum með það að markmiði að auka framleiðni, minnka yfirvinnu og leiðrétta
laun iðnaðarmanna, sem hafa hækkað minna en laun annarra hópa undanfarið.

Sjá sameiginlega kröfugerð iðnaðarmanna