20.3.2015

Fjölmennur félagsfundur

Félagsfundur VM var haldinn í gær, 19. mars 2015, í húsi VM að Stórhöfða 25 í Reykjavík. Á fundinn mættu 48 félagsmenn. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu sem hægt var að nálgast gegnum heimasíðu félagsins. Að jafnaði voru 20 aðilar að fylgjast með fundinum á þennan hátt en alls voru innlit á útsendingu fundarins um 70. Þetta var því með stærri fundum sem félagið hefur haldið. Fundarefnið var staðan í kjaramálum og kynning á sameiginlegum kröfum iðnaðarmanna. Eftir kynningu Guðmundar Ragnarssonar, formanns VM, voru umræður þar sem nokkrir fundarmenn tóku til máls. Almennt má segja að fundarmenn voru ánægðir með þróun mála undanfarið þó allir geri sér grein fyrir því að nokkuð sé í að samningar náist og alls ekki útilokað að félagsmenn þurfi að fara í aðgerðir.