31.3.2015

Aðalfundur VM 2015

Aðalfundur VM var haldinn þann 27. mars 2015 á Hilton Reykjavík Nordica.
Á fundinn mættu um 50 félagsmenn VM.

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem tillögur um breytingar á reglugerðum sjúkra- og fræðslusjóði lágu fyrir fundinum. Einnig var kosið í fastanefndir félagsins.

Á fundinum voru þeir Guðmundur Lýðsson, Jóhannes Halldórsson,  Haraldur G. Samúelsson og 
Páll Magnússon heiðraðir með gullmerki VM fyrir störf sín að málefnum félagsins.