Fréttir 03 2015

þriðjudagur, 31. mars 2015

Aðalfundur VM 2015

Aðalfundur VM var haldinn þann 27. mars 2015 á Hilton Reykjavík Nordica.Á fundinn mættu um 50 félagsmenn VM. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem tillögur um breytingar á reglugerðum sjúkra- og fræðslusjóði lágu fyrir fundinum.

miðvikudagur, 25. mars 2015

Hækkun grunnlauna er stóra málið

„Mér líst ágætlega á að iðnaðarmannafélögin hafi náð samningi um sameiginlega aðkomu að komandi kjaraviðræðum, það hlýtur að styrkja stöðu þeirra við samningaborðið,“ segir Andri Már Blöndal stálsmiður  hjá Héðni í Hafnarfirði.

mánudagur, 23. mars 2015

Það verður að vera til líf utan vinnunnar

„Já, ég hef kynnt mér launakröfur VM og spennandi verður að fylgjast með komandi kjaraviðræðum. Það er nauðsynlegt að bæta kjörin og stóra málið er að hækka dagvinnulaunin, þannig að það er mikilvægt að sýna samstöðu í komandi kjaraviðræðum.

föstudagur, 20. mars 2015

Fjölmennur félagsfundur

Félagsfundur VM var haldinn í gær, 19. mars 2015, í húsi VM að Stórhöfða 25 í Reykjavík. Á fundinn mættu 48 félagsmenn. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu sem hægt var að nálgast gegnum heimasíðu félagsins.

mánudagur, 16. mars 2015

Iðnaðarmenn tala yfirleitt mannamál

Kastljósinu verður sérstaklega beint að kjaramálum á félagsfundi VM, sem haldinn verður á fimmtudagskvöld í VM húsinu, Stórhöfða 25, 3ju hæð. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Halldór Arnar Guðmundsson forstöðumaður kjara- og menntasviðs VM segir að á fundinum gefist gott tækifæri til að ræða kröfugerð félagsins og stöðuna í kjaraviðræðum.

föstudagur, 13. mars 2015

Samningafundur iðnaðarmanna með SA

Fulltrúar sambanda og félaga iðnaðarmanna sem hafa ákveðið að vinna saman í komandi kjaraviðræðum hittu fulltrúa Samtaka atvinnulífsins klukkan 10. í dag, þann 13. mars. Kröfugerð iðnaðarmanna byggir á þeim áherslum sem þeir hafa þegar kynnt um endurskoðuná launakerfum með það að markmiði að auka framleiðni, minnka yfirvinnu og leiðrétta laun iðnaðarmanna, sem hafa hækkað minna en laun annarra hópa undanfarið.

föstudagur, 13. mars 2015

Samningafundur í kjaraviðræðum við ÍSAL

Samningafundur í kjaraviðræðum fálagana við Rio Tinto Alcan á Íslandi (ÍSAL) var haldinn í gær, þann 12. mars,. Þetta var sjötti fundur aðila og lauk honum án árangurs. Tilögur félaganna eru nú til skoðunar hjá fyrirtækinu og verður þeim svarað á næsta fundi aðila.

þriðjudagur, 10. mars 2015

Samstaða er okkar beittasta vopn

„ Á einhverjum tímapunkti verða kjaraviðræður að hefjast og við erum tilbúin í þær viðræður,“ segir Guðmundur Ragnarsson formaður VM. „ Á föstudaginn mun iðnaðarmannasamfélagið innan ASÍ leggja fram sínar kröfur, þannig að línurnar eru að skýrast.

þriðjudagur, 10. mars 2015

Kjaraviðræður

Næstkomandi föstudag mun samninganefnd þeirra sambanda og félaga iðnaðarmanna sem hafa ákveðið að vinna saman í komandi kjaraviðræðum hitta fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með sjómönnum og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) þann 20. mars n.