3.2.2015

Breyting á viðmiðunarverði

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ákvað eftirfarandi breytingar 
á viðmiðunarverði á fundi þann 2. febrúar 2015. Breytingarnar tóku gildi samdægurs.
   Viðmiðunarverð á slægðum þorski hækkar um 10%. 
Viðmiðunarverð á óslægðum þorski hækkar um 5%.
Viðmiðunarverð á slægðri ýsu lækkar um 10%.
Viðmiðunarverð á karfa hækkar um 7,5%
Viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa hækkar um 2%.