7.1.2015

Reiknivélar vegna breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld tóku gildi um ármót og ættu neytendur nú þegar að sjá þess merki í verðlagi hjá verslunum og þjónustuaðilum. Mikilvægt er að neytendur séu vel á verði og sýni söluaðilum aðhald svo tilætlaðar breytingar skili sér eins og vænta má í breytingum á verðlagi.

Breytingarnar eru tvíþættar. Annars vegar breytingar á virðisaukaskatti sem nú þegar ættu að hafa haft áhrif á verðlag á vörum og þjónustu og hins vegar afnám almennra vörugjalda sem ætla má að skili sér að fullu á næstu vikum.

Sjá nánar á síðu ASÍ hér