28.1.2015

Olíuverð og skiptaverðmætishlutföll

Samkvæmt kjarasamningi VM vegna starfa vélstjóra á fiskiskipum tekur skiptaverðmætishlutfall
mið af gasolíuverði á heimsmarkaði og miðast verðið við meðaltal á skráðu gasolíuverði
á Rotterdammarkaði.

Í samninginum er hámarks viðmiðunarverð 305 Bandaríkjadollarar á tonn. 
Olíuverð hefur lengi verið mjög hátt og langt yfir þessum mörkum en lækkað töluvert undanfarið
og er nú komið niður í 482,90 USD, samkvæmt skiptaverðmætistöflu sem gildir fyrir febrúar 2015. 

Í febrúar 2015 var þetta verð 913,84 USD. Á einu ári hefur verðið því lækkað um 47%.
Þessi mikla lækkun hefur samt ekki áhrif á skiptaverðmætishlutföll fyrr en verðið fer niður
fyrir 305 Bandaríkjadollara.