Fréttir 01 2015

miðvikudagur, 28. janúar 2015

Olíuverð og skiptaverðmætishlutföll

Samkvæmt kjarasamningi VM vegna starfa vélstjóra á fiskiskipum tekur skiptaverðmætishlutfall mið af gasolíuverði á heimsmarkaði og miðast verðið við meðaltal á skráðu gasolíuverði á Rotterdammarkaði. Í samninginum er hámarks viðmiðunarverð 305 Bandaríkjadollarar á tonn.

laugardagur, 10. janúar 2015

Kjarakönnun VM 2014

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands annaðist kjarakönnun meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin var framkvæmd þannig að bréf var sent á alla þátttakendur og þeir félagsmenn sem eru á netfangalista félagsins fengu könnunina senda í tölvupósti.

miðvikudagur, 7. janúar 2015

Reiknivélar vegna breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum

Breytingar á lögum um virðisaukaskatt og almenn vörugjöld tóku gildi um ármót og ættu neytendur nú þegar að sjá þess merki í verðlagi hjá verslunum og þjónustuaðilum. Mikilvægt er að neytendur séu vel á verði og sýni söluaðilum aðhald svo tilætlaðar breytingar skili sér eins og vænta má í breytingum á verðlagi.