Fréttir 2014

mánudagur, 10. nóvember 2014

Samgöngustofa leitar að sérfræðingi

Sérfræðingur í deild skírteina og skráninga á Ísafirði Starfið: Samgöngustofa leitar að sérfræðingi í deild skírteina og skráninga með starfsstöð á Ísafirði. Starf sérfræðings felst í  útgáfu skírteina til íslenskra skipa, s.

mánudagur, 3. nóvember 2014

Tveir úrskurðir úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna

Úrskurðarnefnd sjómanna hefur úrskurðar í tveim málum. Fimmtudaginn 23. október 2014 er kveðinn upp úrskurður í máli Sjómannasamband Íslands  vegna áhafnar Sighvats Bjarnasonar VE 81, Kaps VE 4 og Ísleifs VE 63 gegn Landssambandi  íslenskra útvegsmanna.

föstudagur, 17. október 2014

Áherslur VM í komandi kjaraviðræðum

Undanfarin þrjú ár hefur VM unnið að undirbúningi kjaraviðræðna. Tvær kjararáðstefnur voru haldnar og vinnuhópar unnu að yfirferð samninga félagsins. Tillögur vinnuhópanna voru samþykktar á kjararáðstefnu félagsins í október 2013 og eru þær grunnur að kröfugerð félagsins.

mánudagur, 13. október 2014

Kjarakönnun VM

Kjarakönnun á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar. Við hvetjum þá félagsmenn sem eru í úrtakinu til að taka þátt. Könnunin verður send á netföng þeirra þátttakenda sem eru á netfangalista VM.

föstudagur, 26. september 2014

Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs VM

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stjórnarfundi VM 25. september og á fulltrúaráðsfundi sem haldin var sama dag.   Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna vegna fjárlagafrumvarps 2015. Stjórn og fulltrúaráð VM telja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar aðför að íslensku samfélagi.

fimmtudagur, 11. september 2014

Samgöngustofa flytur

Þann 15. september munu starfsstöðvar Samgöngustofu á höfuðborgarsvæðinu flytja í nýtt, sameiginlegt húsnæði á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Samhliða þessum flutningum verður afgreiðslutími stofnunarinnar samræmdur og verður hann frá kl.

þriðjudagur, 26. ágúst 2014

Vetrarstarf Félagsmálaskólans

Vetrarstarf Félagsmálaskólans er að hefjast. Félagsmálaskólinn býður uppá fjölbreytt námskeið. Á haustönninni eru eftirtalin opin námskeið fyrirhuguð:Samningatækni - 5. nóvember frá kl. 09:00-16:00 í Guðrúnartúni 1, Fræðslusetri Eflingar á 4. hæð.

þriðjudagur, 12. ágúst 2014

Golfmót VM 2014

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 8.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Steingrímur Haraldsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

mánudagur, 14. júlí 2014

Raunfærnimat Iðunnar haust 2014

Hefur þú starfað við málmiðn eða vélstjórn og vilt ljúka prófi? IÐAN-fræðslusetur mun bjóða upp á raunfærnimat í málmiðngreinum og vélstjórn haustið 2014. Hægt er að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa hjá IÐUNNI fræðslusetri í síma 590 6400. Nánari upplýsingar á heimasíðu Iðunnar.

föstudagur, 27. júní 2014

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM og maka þeirra var farinþann 26. Júní. Farin var dagsferð um Hvalfjörð ogupp á Akranes.  Ekið var sem leið liggur um Hvalfjörð, þar sem gömulsteinbrú var skoðuð skoðuð og litið á ýmsa sögustaðiáður en stoppað var við Hótel Glym, þar sem borðaður var hádegisverður.