8.12.2014

Félagsfundur í Reykjavík fyrir komandi kjaraviðræður VM

VM hefur undanfarið staðið fyrir vinnustaðafundum. Fundirnir eru liður í undirbúningi félagsins fyrir komandi kjaraviðræður í landi. Sem liður í þessum undirbúningi verður haldinn fundur á Grand Hótel Reykjavík 10. desember kl 12:00. Fundurinn fer fram í Háteig B á 4. hæð. Markmiðið með fundinum er að heyra hljóðið í félagsmönnum VM. Boðið verður upp á súpu og brauð á fundinum.

Þeir sem hafa áhuga á að fá formann VM í vinnustaðaheimsókn endilega hafi samband við Guðna Gunnarsson, starfsmann VM, í síma 575 9805 eða á netfangið gudnig@vm.is.