25.11.2014

Vinnustaðafundir VM

VM hefur undanfarið staðið fyrir vinnustaðafundum. Fundirnir eru liður í undirbúningi félagsins fyrir komandi kjaraviðræður.  Fram til þessa hefur verið fundað með starfsmönnum á vélaverkstæði Eimskipa, hjá Össur, ÍSAL, Hamri Grundartanga og hjá Landsvirkjun, í Sogstöð og Búrfellsstöð. Markmiðið með fundunum er að heyra hljóðið í félagsmönnum og er því ætlunin að halda sem flesta slíka fundi.

Þeir sem hafa áhuga á að fá formann VM í vinnustaðaheimsókn endilega hafi samband við Guðna Gunnarsson, starfsmann VM, í síma 575 9805 eða á netfangið gudnig@vm.is.