Fréttir 10 2014

föstudagur, 17. október 2014

Áherslur VM í komandi kjaraviðræðum

Undanfarin þrjú ár hefur VM unnið að undirbúningi kjaraviðræðna. Tvær kjararáðstefnur voru haldnar og vinnuhópar unnu að yfirferð samninga félagsins. Tillögur vinnuhópanna voru samþykktar á kjararáðstefnu félagsins í október 2013 og eru þær grunnur að kröfugerð félagsins.

mánudagur, 13. október 2014

Kjarakönnun VM

Kjarakönnun á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar. Við hvetjum þá félagsmenn sem eru í úrtakinu til að taka þátt. Könnunin verður send á netföng þeirra þátttakenda sem eru á netfangalista VM.