4.3.2014

VM barst gjöf frá félagsmanni

Tveir heiðursmenn komu á skrifstofu VM þann 4.mars og færðu félaginu listaverk að gjöf 
eftir Einar Marínó Magnússon. Með Einari Marínó í för var Sverrir Axelsson vélstjóri.
Guðmundur Ragnarsson formaður VM veitti listaverkinu móttöku fyrir hönd félagsins.

Einar Marínó Magnússon sem starfaði lengst af hjá Hitaveitu Reykjavíkur og síðan Orkuveitunni,
færði VM að gjöf smíðagrip eftir sig, verkið ber nafnið Rokkarnir stöðvast. Gangsettir á ný 2014.
Þetta verk er eitt af mörgum listaverkum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina.

Afhending-litil_mynd.JPG

Á myndinni sést Einar Marínó Magnússon (t.h. á myndinni) afhenda Guðmundi Ragnarssyni 
formanni VM listaverkið, með þeim á myndinni er Sverrir Axelsson (t.v. á myndinni).

Rokkarnir-stodvast.-Gansettir-a-ny-2014-litil_mynd.JPG

Rokkarnir stöðvast. Gangsettir á ný 2014. Eftir Einar Marínó Magnússon.