21.3.2014

Umsjónarmaður sumarhúsa

VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna óskar að ráða til starfa umsjónarmann sumarhúsa félagsins.
Æskilegt er að viðkomandi búi á Laugarvatni eða Suðurlandi en það er þó ekki skilyrði.

Starfið felst í umsjón með rekstri sumarhúsa og íbúða félagsins. VM rekur sumarhúsahverfi í landi Snorrastaða 1.5 km austan Laugarvatns en þar eru 14 sumarhús ásamt sundlaug og tjaldsvæði. Einnig á félagið bústaði og íbúðir víðs vegar um landið. Starfsmaður hefur aðstöðu á sumarhúsasvæðinu.

Álagstímar eru páskar og vikur 20 – 35, en þá er unnið á vöktum. Starfsmaður sér um allan daglegan rekstur á orlofshúsunum, innkaup, viðhald, símsvörun og fl. Reiknað er með að starfsmaður taki hluta af orlofi sínu utan álagstíma.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Stefánsdóttir í síma 575 9800. Umsókn ásamt ferilskrá þarf að berast fyrir 1. apríl merkt VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Atvinnuumsókn, Stórhöfða 25, 110 Reykjavík eða á aslaug@vm.is.