7.3.2014

Kjarasamningar VM við SA samþykktir

Kjarasamningar VM við SA, sem undirritaðir voru í febrúar síðastliðnum, voru samþykktir í
allsherjaratkvæðagreiðslu. Um var að ræða kjarasamninga VM vegna starfa félagsmanna á
almennum vinnumarkaði í landi, þ.e. málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna og vélstjóra,
auk þeirra sem starfa á samningum félagsins við orkufyrirtækin.
Kosið var sameiginlega um samningana og lauk atkvæðagreiðslu kl. 8:00 föstdaginn 7. mars.

Á kjörskrá voru 1750 og 369, eða 21,1%, tóku þátt í kosningunni.
Já sögðu 265, eða 71,8% greiddra atkvæða.
Nei sögðu 100, eða 27,1% greiddra atkvæða og 4 sátu hjá.

Sjá upplýsinga um samningin hér

Sjá nýja launatöflu fyrir Alemennan samning VM við SA hér