Fréttir 2013

fimmtudagur, 14. febrúar 2013

Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn auglýsir eftir vélstjóra

Starfið felst í almennri vélstjórn, viðhaldi, eftirliti og viðgerðum í frystihús félagsins á Þórshöfn, auk þess sem viðkomandi tekur þátt í breytingum og uppbyggingu á vélbúnaði og vinnslukerfum.Staðan er laus strax en æskilegt að viðkomandi hefji ekki störf síðar en 1. maí 2013.Upplýsingar gefur Siggeir Stefánsson í síma 460-81110 / 894-2608. Umsóknir sendist á siggeir@isfelag.

miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Syngjandi furðuverur

Fjölmörg börn í hinum ýmsu búningum litu við á skrifstofu VM í dag og sungu fyrir starfsfólk.Hér að neðan má sjá nokkur þeirra.

miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Heimsókn frá VMA

Þriðjudaginn 12 febrúar s.l. komu nemendur í vélstjórn frá VMA í heimsókn til okkar, til að kynna sér starfsemi félagsins. Nemendurnir eru hér sunnan heiða í sinni árlegu ferð til að kynna sér starfsemi fyrirtækja í iðngreininni.

fimmtudagur, 7. febrúar 2013

Akkur styrktar- og menningarsjóður VM

Akkur styrktar- og menningarsjóður VM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnu-umhverfi eða aðbúnaði félagsmanna VM og þróun námsefnis og kennsluaðferða til menntunar þeirra.

fimmtudagur, 7. febrúar 2013

Útskriftarnemar í vél– og málmtæknigreinum

Útskriftarnemar athugið !VM—Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsir eftir umsóknum um styrki frá öllum nemum á útskriftarári 2013 í vél– og málmtæknigreinum.Styrkirnir eru 20 talsins, hver að upphæð kr.

þriðjudagur, 29. janúar 2013

Átak til kynningar á iðnnámi

Verkmenntaskóli Austurlands og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa ákveðið að efna til samvinnuverkefnis sem gefur nemendum í Vinnuskóla Fjarðabyggðar kost á að kynna sér nám á iðnbrautum skólans á komandi sumri.

mánudagur, 21. janúar 2013

VM hét á Vilborgu Örnu Suðurpólsfara

VM hét á Vilborgu Örnu Suðurpólsfara og styrkti um leið LÍF styrktarfélag um 200 þúsund kr. Aðaláhersla Lífs er að þessu sinni að bæta aðstöðu og þjónustu kvenlækningadeildar.VM óskar Vilborgu Örnu innilega til hamingju.

fimmtudagur, 17. janúar 2013

Fulltrúaráð VM samþykkir framlengingu kjarasamninga.

Á fundi fulltrúaráðs VM þann 16. janúar 2013 samþykkti ráðið framlengingu kjarasamninga. Félagið stóð fyrir viðhorfskönnun um hvort segja ætti upp kjarasamningum og vildu 42,4% þátttakenda gera það en 57,6% voru andvígir uppsögn.

þriðjudagur, 15. janúar 2013

Afstaða til endurskoðun kjarasamninga

Miðvikudaginn 16.janúar mun fulltrúaráð VM taka afstöðu til endurskoðun kjarasamninga.Föstudaginn næstkomandi er formannafundur ASÍ þar sem kynnt verður afstaða félaganna um hvort kjarasamningar skulu standa eða þeim sagt upp.