Fréttir 2013

þriðjudagur, 3. desember 2013

Fiskverð

Samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna hækkar viðmiðunarverð á óslægðri ýsu um 10%, viðmiðunarverð á karfa um 5% og viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa um 2% frá og með 1. nóvember 2013.

fimmtudagur, 21. nóvember 2013

Sögufölsun SA

Samtök atvinnulífsins setja fram dæmalausa sögufölsun í nýjum sjónvarpsauglýsingum. Í þeim er með sérlega ósmekklegum hætti látið í það skína að kröfur launafólks um launahækkanir séu ástæða hárrar verðbólgu á Íslandi.

fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Íslandsmótið í málmsuðu

Íslandsmótið í málmsuðu var haldið í Borgarholtsskóla laugardaginn 9. nóvember sl. og hófst keppnin kl 8:00 og stóð til kl 12:00.Landvélar ehf var aðalstyrktaraðili keppninnar. Keppt er í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara, en þær eru: Pinnasuða, Mag suða svart, Tig suða svart, Logsuða, Tig suða ryðfrítt og Mag suða ryðfrítt.

mánudagur, 11. nóvember 2013

Gildi - sjóðfélagafundur

Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 17:00 á Grand Hótel, Reykjavík. Kynnt verður staða og starfsemi sjóðsins auk kynningar á nýjum vef lífeyrissjóðanna, Lífeyrisgáttinni, lifeyrisgattin.

föstudagur, 8. nóvember 2013

Ný leiktæki á Laugarvatni

Ný leiktæki hafa verið sett upp á orlofssvæði VM á Laugarvatni. Þessi myndarlegi kastali hefur nú verið tekinn í notkun og á eflaust eftir að kæta margar litlar sálir á meðan dvöl á orlofssvæðinu stendur.

fimmtudagur, 31. október 2013

Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar

Í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar verða lífeyrissjóðir landsins með opið hús þriðjudaginn 5. nóvember 2013. Þar verður hægt að fá upplýsingar um lífeyrisréttindi og gefst sjóðfélögum kostur á að kynna sér Lífeyrisgáttina betur og ræða um lífeyrisréttindi sín.

mánudagur, 21. október 2013

Ný skýrsla um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

Á vegum Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur verið tekið saman mikið efni um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Aðdragandi þess að ráðist var í þessa vinnu var vilji til þess að stíga skref í átt til þeirrar vinnubragða sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum við undirbúning og gerð kjarasamninga.

föstudagur, 11. október 2013

Bleikur dagur hjá VM

Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Þennan dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

mánudagur, 7. október 2013

Kjararáðstefna VM 2013

Kjararáðstefna VM var haldin dagana 4. og 5. október á Hótel Selfossi. Ráðstefnan var lokaáfangi 18 mánaða vinnu félagsins við undirbúning komandi kjaraviðræðna. Á félagsfundi í lok ráðstefnunnar var samþykkt einróma að félagið færi eitt fram í viðræðum um launaliði samninga í komandi kjaraviðræðum.