9.12.2013

Styrkir VM til hjálparsamtaka fyrir jólin 2013

Stjórn VM samþykkti á fundi sínum þann 21. nóvember s.l. að veita Hjálparstarfi kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í samstarfi hjálparsamtaka á Akureyri ( Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf Kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri og Rauði Krossinn við Eyjafjörð) fjárhagslegan stuðning fyrir jólin, samtals að upphæð 1.300.000 kr.

Í aðdraganda jólanna aðstoða þessi samtökin þá sem til þeirra leita um allt land.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, afhenti styrkina í dag, 9. desember.

Maedrastyrksnefnd 2013.jpg
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

 

Hjalparstarf kirkjunnar.jpg
Hjálparstarf kirkjunnar