4.12.2013

Aukin þjónusta við félagsmenn á Norðurlandi

Eydís Bjarnadóttir á skrifstofu stéttarfélaga, Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 3.hæð er starfsmaður VM á Akureyri.
Nú hefur sú breyting átt sér stað að félagsmenn geta bókað og  greitt orlofshús á skrifstofunni á Akureyri ásamt því að fá  afhenta lykla að íbúðum VM í Reykjavík.
Einnig eru þar seldir miðar í göngin, Fosshótelmiðar sem og tekið er við umsóknum um styrki í sjóði félagsins.
Er von okkar að þessi nýbreytni muni auka ánægju félagsmanna okkar á Norðurlandi.
Við bjóðum Eydís velkomna í hópinn