11.10.2013

Bleikur dagur hjá VM

Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Þennan dag eru allir Bleikur-2013.JPGlandsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Skemmtinefnd VM hvatti að sjálfsögðu starfsmenn skrifstofunnar til að klæðast bleiku í dag og veitti verðlaun fyrir skemmtilegustu útfærsluna. Að þessu sinni varð Guðmundur Ragnarsson formaður VM hlutskarpastur.
Á myndinni hér til hliðar sést hann taka á móti viðurkenningu og verðlaunum úr hendi formanns skemmtinefndar VM.