30.8.2013

Matvörur hækka mikið á milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 26. ágúst sl. hefur hækkað mikið í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í júní 2012. Miklar verðhækkanir eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Þannig hefur vinsæl matvara eins og Klípa hækkað um 3-13% og roðlaus ýsuflök um 4-27%.

Verð hefur oftast hækkað hjá Fjarðarkaupum á milli mælinga eða á 28 af 34 vörum sem til voru í báðum mælingum. Krónan hækkaði verð á 26 vörum af 33. Nettó hækkaði verðið á 25 vörum af 35, Bónus á 24 af 31 og Nóatún á 22 af 33. Verslanirnar Hagkaup og Samkaup-Úrval hafa oftar lækkað verð en hækkað á umræddu tímabili. Hagkaup hefur oftast lækkað verð í samanburðinum eða á 20 vörum af 39 og Samkaup-Úrval lækkaði og hækkaði verð næstum jafn oft í samanburðinum.

Fréttin í heild á vef ASÍ