12.8.2013

Golfmót VM

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 9.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni.
Sigurvegari VM mótsins var Georg Júlíus Júlíusson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.
Viljum við hjá VM óska honum til hamingju með sigurinn og þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í mótinu.

Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til eftirfarandi fyrirtækja fyrir að veita verðlaun til að gera mótið sem veglegast.

Framtak ehf, Héðinn hf, Íslandsbanki, Kraftvélar ehf, SKF í Danmörku og VHE ehf

Úrslit punktakeppninnar voru eftirfarandi
1.sæti Georg Júlíus Júlíusson
2.sæti Sigurður Óli Guðnason
3.sæti Egill Sigurbjörnsson

Úrslit Höggleiksins voru eftirfarandi
1.sæti Kristján Kristjánsson
2.sæti Kristinn Arnar Ormsson
3.sæti Kristinn Jóhann Hjartarson