Fréttir 08 2013

föstudagur, 30. ágúst 2013

Matvörur hækka mikið á milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 26. ágúst sl. hefur hækkað mikið í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í júní 2012. Miklar verðhækkanir eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum.

mánudagur, 12. ágúst 2013

Golfmót VM

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 9.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Georg Júlíus Júlíusson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.