1.7.2013

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM var farin þann 26. Júní. Ferðast var norður í Húnavatnssýslu, um Hvalfjarðargöng og Borganes. Stoppað var á Hvammstanga þar sem Selasetrið var skoðað. Þaðan var haldið í Héraðsskólann á Reykjum og snæddur hádegisverður. Að hádegisverði loknum var haldið í Borgarvirki og drukkið kaffi, í Hótel Borgarvirki, síðan var ekið að Hvítserk þaðan sem haldið var heim. Um 80 manns tóku þátt í ferðinni. Veðrið lofaði ekki góðu þegar lagt var af stað úr Reykjavík en batnaði mikið þegar komið var norður.