4.6.2013

Neistinn veittur í tuttugasta og fyrsta sinn

Á Sjómannadaginn var Ægi Kristmundssyni, yfirvélstjóra á Steinunni SH 167,  afhendur Neistinn,  viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf. Afhending Neistans fór að þessu sinni fram við hátíðarhöldin í Ólafsvík. Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á hversu þýðingarmikið starf yfirvélstjórans er og um leið að veita þeim sem skara fram úr viðurkenningu fyrir fyrirmyndarstörf.
Ægir fæddist í Ólafsvík 1. Júlí 1956. Hann tók vélstjórapróf í Reykjavík árið 1987 og lauk 2. stigi. Ægir á að baki langan og farsælan feril sem vélstjóri á bátum allt frá árinu 1987 og hefur verið yfirvélstjóri á Steinunni SH 167 síðan 1990. Útgerð Steinunnar hlaut viðurkenningu TM árið 2003 vegna góðs forvarnarstarfs og fyrirmyndar umgengni og viðhalds á skipinu.