4.6.2013

Heiðrun á Sjómannadaginn í Reykjavík

Eins og undanfarin ár stóð sjómannadagsráð að heiðrun vélstjóra á sjómannadaginn í Reykjavík, en VM tilnefnir til sjómanadagsráðs . Að þessu sinni var það Hjálmar Þorsteinn Baldursson sem var heiðraður. Hjálmar er fæddur árið 1945 í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi i vélvirkjun hjá Oliuverslun Íslands 1967 og 4. stigi i Vélskóla Íslands 1994. Hann vann á vélverkstæði hjá Oliuverslun Íslands 1962-70 og hjá Pétri Snæland á árunum 1979-84 en inni á milli hjá Eimskipafelagi Íslands hf.Frá 1996 til 2000 var hann hjá Granda hf eftir það hann hóf að kenna við Borgarholtsskóla.