18.6.2013

Brautskráning frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

Laugardaginn 25. maí sl. var brautskráning af málmiðnabrautum Iðnskólans í Hafnarfirði. Athöfnin fór fram í Víðistaðakirkju og var hin hátíðlegasta.
Þessu sinni brautskráðust tólf nemendur af málmiðnabrautum; þrír rennismiðir, einn stálsmiður og átta velvirkjar. 
Alvin Pálsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á málmiðnabraut og sérstaka viðurkenningu fyrir góðan alhliða námárangur í iðngreinum.