7.5.2013

Minnum á orlofsuppbótina

Orlofsuppbót greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Almennur samningur VM við SA um störf félagsmanna í landi   kr.   28.700
Félagsmenn VM hjá Faxaflóahöfnum kr.   28.700
Vélstjórar á kaupskipum og sanddæluskipum kr.   28.700
Vélstjórar á skipum Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunar kr.   28.700
Félagsmenn VM hjá Landsvirkjun, Landsneti og HS-orku kr.   88.456
Félagsmenn VM hjá Alcan kr. 170.046
Félagsmenn VM á samningi sveitarfélaga kr.   38.000
Félagsmenn VM hjá Orkuveitu Reykjavíkur kr.   28.700
Félagsmenn VM hjá Norðurorku kr.   28.700
Vélfræðingar á Rammasamningi kr.   88.456