15.5.2013

Kynning á málmiðnum í Borgarholtskóla

Í vetur hafa 60 nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla sótt valnámskeið í Borgarholtsskóla. Nemendurnir koma úr 10 skólum víðsvegar að úr borginni. Kennt er einu sinni í viku 3 kennslustundir í senn, í eitt skólaár.

Nemendurnir hafa smíðað ýmsa hluti s.s. litla verkfærakistu úr áli, sett saman rafrás, logsoðið, smíðað og lóðað saman bát, smíðað kertastjaka með því að nota tölfustýrða fræsivél og skorið ýmsa hluti út með því að nota tölfustýrða plasmaskurðarvél.

Námið er ágæt kynning á málmiðnum og ætti að auðvelda nemendum að velja nám við hæfi eftir að grunnskóla lýkur.

Sjá hér nánari kynningu á náminu hér.