Fréttir 04 2013

mánudagur, 29. apríl 2013

Hátíðarhöld á 1. maí

Kröfuganga og útifundur á Ingólfstorgi. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13:00 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10 og stendur til kl. 15:00. Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi.

föstudagur, 26. apríl 2013

Bilun kom upp í þyrlu LHG á leið í útkall

Bilun kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar,  þegar hún var á leið í útkall kl. 14:37 fimmtudaginn 25. apríl og varð tafarlaust að lenda þyrlunni. Að sögn flugstjóra gekk lending vel og eru allir heilir á húfi.

þriðjudagur, 23. apríl 2013

Reynir á verslunina að skila jafn hratt og hún tók

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í samtali við Smuguna að vænta megi verðhjöðnunar í næstu mælingum Hagstofunnar. Hann segir að síðasta verðbólgumæling hafi sýnt meiri verðbólgu en búist hefði verið við.

þriðjudagur, 16. apríl 2013

Aðalfundur VM 2013

Aðalfundur VM var haldinn þann 12. apríl s.l. á Grand Hótel í Reykjavík. Fundurinn var sendur út á internetið og sáu starfsmenn Nýherja um útsendinguna. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem að fyrir fundinum lágu tillögur stjórnar VM um breytingu á lögum félagsins og reglugerð Styrktar- og sjúkrasjóðs VM.

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Félagsmenn VM á Akureyri og nágrenni

Félagsmenn VM í Sameinaða lífeyrissjóðnum búsettir á Akureyri og nágrenni.Starfsmaður Sameinaða lífeyrissjóðsins verður til viðtals um upphaf lífeyristöku í Alþýðuhúsinu að Skipagötu 14, Akureyri  milli klukkan 16:00 og 16:45, fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi.

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Úthlutun styrkja úr Akki 2013

Akkur, Styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.