17.1.2013

Fulltrúaráð VM samþykkir framlengingu kjarasamninga.

Á fundi fulltrúaráðs VM þann 16. janúar 2013 samþykkti ráðið framlengingu kjarasamninga. Félagið stóð fyrir viðhorfskönnun um hvort segja ætti upp kjarasamningum og vildu 42,4% þátttakenda gera það en 57,6% voru andvígir uppsögn.

Jafnframt samþykkti fulltrúaráðið eftirfarandi ályktun.

Fulltrúaráð VM telur ekki forsendur til annars en að framlengja kjarasamningum svo umsamdar launahækkanir komi til framkvæmda þann 1. febrúar næstkomandi.
 
Fulltrúaráð VM óttast verðhækkanahrinu þar sem ekki  tókst að setja hömlur á verðhækkanir inn í framlengingu kjarasamninga. Þeim sameignlegu markmiðum um að halda aftur af og ná tökum á verðbólgunni verður ekki náð nema að fyrirtæki, verslun, ríki og sveitafélög haldi aftur af verðhækkunum og  Seðlabankinn sýni getu sýna og leiti allra leiða til að styrkja gengi krónunnar.

Fulltrúaráð VM lýsir því yfir að félagið muni koma óbundið að næstu kjaraviðræðum og sækja með öllum ráðum þær kjarabætur sem félagið telur að verði að nást í næstu kjarasamningum. Enda sýnir könnun meðal félagsmanna mikla óánægju þar sem stór hluti þeirra hefur ekki notið sömu kaupmáttaraukningar og aðrir á vinnumarkaði.

Það verða allir að axla ábyrgð og leggjast á áranar til að koma á  stöðuleika sem fyrst, en það er grunnurinn að  raunverulegri kaupmáttaraukningu launafólks á Íslandi.