3.12.2012

Afhending Sveinsbréfa

Þann 29. nóvember sl. afhenti VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, sveinsbréf í málmiðngreinum.
Sveinsbréfin voru afhent í hófi sem haldið var fyrir útskriftarnema og maka í húsakynnum VM.
22 einstaklingar í fjórum iðngreinum fengu afhent sveinsbréf í sinni iðngrein að þessu sinni.
 
VM óskar þessum hóp til hamingju með áfangann.