29.11.2012

Krafa LÍÚ um lækkun launa sjómanna

Í dag birtist í Fiskifréttum athugasemdir VM og SSÍ við herferð LÍÚ með yfirskriftinni um að ekki sé hægt að borga laun af hlut sem ríkið tekur.

Greinin er eftir þá Guðmund Ragnarsson, formann VM, og  Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands. Greinin er svar við auglýsingu LÍÚ í Útvegsblaðinu og grein í Fiskifréttum.

Þeir félagar furða sig m.a. á yfirskrift herferðar LÍÚ, um að ekki sé hægt að borga laun af hlut sem ríkið tekur. Útgerðarmenn ætlast til þess að sjómenn og samtök þeirra standi við hlið þeirra í baráttunni gegn veiðigjaldinu á sama tíma og þeir geri harða kröfu um að laun þeirra verði lækkuð verulega, með þátttöku í veiðigjaldinu og öðrum útgjöldum útgerðarinnar.

Greinina í heild má sjá hér