16.10.2012

Fulltrúaráðsfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins

Í lok september kallaði stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins fulltrúaráð sitt til haustfundar. Í ljósi vaxandi umræðu í þjóðfélaginu um lífeyriskerfið og stöðu lífeyrissjóðanna vildi stjórnin leita eftir skoðunum fulltrúaráðsins. Niðurstöður fundarins mun stjórnin nýta í stefnumótunarvinnu sinni.
 
Fundurinn var haldinn 29. september og mættu 38 fulltrúar. Í upphafi fundar flutti Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, mjög áhugavert erindi um breytingar á lífaldri, samband vaxta, verðbólgu og greiðslugetu sjóðsins, ásamt því að fara yfir hvernig greitt framlag sjóðfélaga skilar sér aftur til þeirra sem lífeyrir.
 
Meginefni fundarins var vinna fulltrúa þar sem þeim var skipt upp í vinnuhópa sem tóku nokkur málefni til umræðu. Þessi umræðuefni voru:

 •1. Lífeyriskerfið
 •2. Rekstur sjóðsins
 •3. Stjórnun og stjórnir
 •4. Stýring fjárfestinga og eigna

Fréttina má lesa hér

Niðurstöður fulltrúaráðsfundarins og könnunarinnar.