26.10.2012

40. þing ASÍ

40. þing ASÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 17.-19. október
2012.
Helstu málefni  þingsins voru húsnæðismál, atvinnumál þá nánar
tiltekið mennta- og vinnumarkaðsmál og lífeyrismál.
Miklar og
fjörugar umræður voru um málefnin og skiptar skoðanir á hlutunum eins og von er
á þegar svona stór hópur ræðir málin.
Vm átti 18 fulltrúa á þinginu, en alls
voru rétt rúmlega 300 fulltrúar frá 51 aðildarfélagi á þinginu.

Ályktað var um eftirfarandi mál:
um kjaramál,
um öflugt atvinnulíf,
menntun við hæfi og góð störf,
um græna hagkerfið og fjölgun starfa,
um
Evrópumál,
um svarta atvinnustarfsemi og félagsleg undirboð,
um jöfnun
lífeyrisréttinda og sanngjarnara almannatryggingakerfi,
um húsnæðismál.

Hér er hægt að lesa ályktanirnar sem voru samþykktar á 40.
þingi ASÍ