Fréttir

Logo VM með texta

föstudagur, 23. september 2022

Kröfugerð VM á almennum kjarasamningum 2022.

Í upphafi vikunnar lagði VM fram kröfugerð vegna kjarasamnings VM og SA á almennum vinnumarkaði. Stéttarfélög iðnaðarmanna eru í samfloti við gerð kjarasamninga. Eru því formlegar kjaraviðræður hafnar.

miðvikudagur, 21. september 2022

Bridge í haust

Við höldum áfram sem frá var horfið og spilum bridge hálfsmánaðarlega fram á vor og hefjum leik 29. september nk.

20210826_142342.jpg

fimmtudagur, 23. júní 2022

Ferð eldri félaga VM 2022

Ferð eldri félaga VM verður farin miðvikudaginn 10. ágúst VM býður til dagsferðar 10. ágúst, verið er að skipuleggja ferð í kringum eftirtalda staði Árnes – Þjórsárdal – Hjálparfoss – Búrfell – Hrauneyjarlón Ekið verður frá Stórhöfða klukkan 10:00 og áætluð heimkoma er á milli kl.

Neistinn-2022-2.jpg

miðvikudagur, 15. júní 2022

Neistinn 2022

Neistinn er viðurkenning sem Tryggingamiðstöðin og VM veita fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf. Handhafi viðurkenningarinnar í ár er Sigurður Jóhann Erlingsson yfirvélstjóri á Páli Pálssyni ÍS-102. Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á starfi yfirvélstjórans og veita þeim sem skara fram úr viðurkenningu fyrir fyrirmyndarstörf.

Londun hofn.jpg

föstudagur, 3. júní 2022

Viðmiðunarverð í gildi frá 3. júní 2022

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. júní 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:Slægður þorskur hækkar um 4,7%Óslægður þorskur lækkar um 1,9%Slægð ýsa breytist ekkiÓslægð ýsa breytist ekkiKarfi breytist ekkiUfsi hækkar um 1,2%Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

kristinn- mynd.PNG

miðvikudagur, 18. maí 2022

Kristinn félagsmaður VM 100 ára

Kristinn Daníel Hafliðason félagsmaður VM náði þeim stórmerka áfanga að verða 100 ára um daginn.  Guðmundur Helgi formaður VM og Sigurður Gunnar varaformaður VM kíktu til hans í heimsókn á áfanganum og færðu honum smá gjöf frá félaginu.

2F-logo.jpg

þriðjudagur, 3. maí 2022

Ályktun frá stjórn hjá Húsi Fagfélaganna

Verkalýðshreyfingin er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Því er það ekki einkamál eins félags ef það gengur í berhögg við gildi hreyfingarinnar. Hópuppsagnir eru og eiga að vera neyðarúrræði fyrirtækja til að forða greiðsluþroti eða alvarleg vá sé fyrir dyrum í rekstri fyrirtækja.