Fréttir

Birta_logo_lit.png

fimmtudagur, 15. febrúar 2018

Kjör fulltrúa launamanna í stjórn Birtu

Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launamanna í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 31. janúar 2018

Vinnustaðafundir

Sem liður í undirbúningi fyrir afstöðu VM til uppsagnar á kjarasamning á almennum markaði hefur Guðmundur Ragnarsson formaður VM áhuga á að heimsækja vinnustaði og að heyra hljóðið í félagsmönnum VM. Hvenær myndu slíkir fundir henta á ykkar vinnustað á tímabilinu 12. – 23. febrúar? Ákveða þarf tíma þegar sem flestir starfsmenn eru á staðnum.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 23. janúar 2018

Launamiðar fyrir árið 2017

Launamiðar fyrir árið 2017 eru aðgengilegir á félagavef. Upplýsingarnar eru einnig forskráðar á framtal félagsmanna.

prosenta.png

fimmtudagur, 4. janúar 2018

1,7% atvinnuleysi í nóvember

1,7% atvinnuleysi í nóvemberSamkvæmt nýbirtum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist 1,7% atvinnuleysi í nóvember mánuði eða 2,5% sé leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu. Alls voru því um 3400 virkir í atvinnuleit eða um 1200 færri en á sama tíma árið 2016. Til samanburðar var atvinnuleysi 2,1% samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar þar sem atvinnuleitendum fjölgaði um 143 milli ára.

Jolapeysa-2017.JPG

fimmtudagur, 21. desember 2017

Jólakveðja starfsfólks VM

Það er orðið jólalegt um að litast og af því tilefni mætti starfsfólk VM í jólapeysum í vinnuna í dag. Starfsfólk VM óskar félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Logo VM með texta

mánudagur, 18. desember 2017

Styrkir til hjálparsamtaka

Stjórn VM ákvað á fundi sínum þann 7. des sl. að færa þremur hjálparsamtökum peningagjöf fyrir þessi jól. Hjálparstarf kirkjunnar fékk kr. 300.000, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur kr. 200.000 og Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjarfjörð kr.

Logo VM

þriðjudagur, 28. nóvember 2017

Desemberuppbót

Nú styttist í síðasta mánuð ársins og í desembermánuði skal greiða út desemberuppbót. Uppbótin á almennum vinnumarkaði er kr. 86.000 og er óheimilt að greiða lægri upphæð. Desemberuppbótina skal ekki greiða seinna út en þann 15. desember en lang algengast er að uppbótin sé greidd út samhliða greiðslu launa fyrir nóvembermánuð.

ASÍ - logo

miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Lagaleg óvissa um tilgreinda séreign

Afstaða ASÍ og áhrif túlkunar FME Aðdragandi málsins Í janúar 2016 sömdu aðildarfélög ASÍ við SA um breytingar á gildandi kjarasamningi. Í þessum samningi var samið jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins með samkomulagi um hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%.

Loðnuveiðar-small.jpg

miðvikudagur, 4. október 2017

Nýtt viðmiðunarverð 2.október 2017

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2017, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 10% Óslægður þorskur hækkar um 7,0%Slægð ýsa hækkar um 4,0% Óslægð ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 7,0% Ufsi hækkar um 3,2% Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.