Fréttir
fimmtudagur, 14. febrúar 2019
Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum VM á vinnustöðum.
Efni fundanna er staða kjarasamningamála og að heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.
þriðjudagur, 12. febrúar 2019
Opið er fyrir umsóknir frá 13. til og með 25. febrúar.
Úthlutað verður 26. febrúar og vefurinn opnar aftur fyrir almennar bókanir.
Eingöngu er hægt að sækja um orlofshús/íbúðir í gegnum félagavef
Inneign orlofspunkta ræður því hver fær bústað.
þriðjudagur, 5. febrúar 2019
Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum sínum á vinnustöðum. Efni fundanna er staða kjarasamningamála og heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.
þriðjudagur, 29. janúar 2019
1. febrúar 2019, greiðist sérstök eingreiðsla,. Hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.
miðvikudagur, 23. janúar 2019
VM vill minna félagsmenn, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, á sérstaka eingreiðslu, kr. 49.000, sem á að greiðast þann 1. febrúar 2019. Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember 2018.
þriðjudagur, 22. janúar 2019
IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið og Samtök ferðaþjónustunnar.
föstudagur, 11. janúar 2019
Í vikunni hafa verið haldir fjölmargir samningafundir með viðsemjendum okkar hjá Samtökum atvinnulífsins. Sérkröfur iðnaðarmannafélaganna hafa verið ræddar sem er mikilvægt í þessu ferli. Dæmi um okkar kröfur er stytting vinnuvikunnar.
mánudagur, 7. janúar 2019
Guðmundur Helgi formaður VM var í útvarpsviðtali laugardaginn 5. janúar í þættinum Vinnuskúrinn. Hann var þar gestur Gunnars Smára Egilssonar ásamt Guðbjörgu Kristmundsdóttur verðandi formanns Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.
föstudagur, 4. janúar 2019
Í gær var samningafundur iðnaðarmannafélaganna með Samtökum atvinnulífsins haldinn. Þetta var fyrsti fundurinn á árinu en iðnaðarmenn hafa fundað með SA síðan í lok nóvember. Á þessum fundum hafa ýmsar kröfur félaganna verið ræddar en í gær var verklag næstu vikna rætt og ljóst að nokkuð stíft verður fundað næstu vikurnar.
fimmtudagur, 3. janúar 2019
Líkt og verið hefur stóð VM fyrir fundum á milli jóla og nýárs fyrir vélstjóra á sjó. Góð mæting var á fundina en fundað var í Reykjavík, Ólafsvík, Vestmannaeyjum á Akureyri og á Reyðarfirði. Fyrir jól var fundur á Höfn í Hornarfirði og félagsmenn VM á Vestfjörðum tóku þátt á fundinum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað á Ísafirði.