Fréttir

halldor-gronvold.jpg

fimmtudagur, 26. nóvember 2020

Andlát - Halldór Grönvold

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum þann 18. nóvember sl. eftir stutt veikindi. Hann var 66 ára gamall. Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína eftir að hann lauk námi í vinnumarkaðsfræðum við University of Warwick á Englandi.

sunnudagur, 22. nóvember 2020

Vegna kjarakönnunar VM 2020

Vegna mistaka í pökkun bréfa urðu þau leiðu mistök að bréf með kynningu á könnuninni á pólsku voru send á a.m.k. hluta þeirra sem eiga að frá bréf á íslensku. Bréfin eru send þeim sem eru ekki á tölvupóstfangaskrá félagsins, með upplýsingum um að hringt verði í viðkomandi og honum boðið að svara könnuninni gengum síma eða, ef viðkomandi á tölvupóstfang, að fá krækju á könnuninna senda í tölvupósti.

Logo VM með texta

mánudagur, 16. nóvember 2020

Orlofshús og íbúðir VM vegna COVID 19 ástandsins

Vegna COVID 19 ástandsins í samfélaginu hefur VM ákveðið að leyfa eingöngu helgarleigu, föstudag til mánudags, á orlofshúsum og íbúðum frá 16 nóvember  til  2. desember. Íbúðir í Reykjavík verða áfram lokaðar til  2. desember.

straumsvik.jpg

þriðjudagur, 10. nóvember 2020

Kjarasamningur við ISAL samþykktur

Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga við ISAL lauk kl. 11 í dag og liggja niðurstöður fyrir. Starfsfólk ISAL samþykkir kjarasamningana sem gerðir voru í október. Niðurstöður eru eftirfarandi:    Alls  Greidd atkvæði  Þátttaka  Kjörsókn  83   75  90,4%     Fjöldi   Hlutfall    Já sögðu   64   85,3%     Nei sögðu   9   12,0%    Tóku ekki afstöðu   2   2,7%   Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

straumsvik.jpg

mánudagur, 2. nóvember 2020

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM FRAMLENGINGU KJARASAMNINGS Í ÍSAL

KJÓSA Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst fimmtudaginn 5. nóvember 2020 klukkan 11:00. Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf.

straumsvik.jpg

fimmtudagur, 29. október 2020

Skrifað undir kjarasamninga í Straumsvík

Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í kvöld undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi hf. Efni kjarasamninganna verður nú kynnt starfsfólki sem fær í kjölfarið tækifæri til að greiða atkvæði um endanlegt gildi þeirra.

Dagbok-VM-2021.jpg

þriðjudagur, 27. október 2020

Dagbækur VM 2021

Dagbækur VM fyrir árið 2021 eru komnar. Eintök að bókinni liggja á borði fyrir framan móttöku VM á Stórhöfða 25. Félagsmenn geta líka haft samband við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.

Logo VM með texta

föstudagur, 23. október 2020

Samningar samþykktir hjá Hafrannsóknarstofnun og Landhelgisgæslunni

Kosningu um kjarasamning VM við Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, vegna starfa vélstjóra á skipum Landhelgisgæslu Íslands, lauk kl. 10:00, 22. október 2020. Á kjörskrá voru níu félagsmenn VM og tóku átta þeirra þátt í kosningunni - þátttaka því 88,9%.