Fréttir

2F-logo.jpg

þriðjudagur, 3. maí 2022

Ályktun frá stjórn hjá Húsi Fagfélaganna

Verkalýðshreyfingin er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Því er það ekki einkamál eins félags ef það gengur í berhögg við gildi hreyfingarinnar. Hópuppsagnir eru og eiga að vera neyðarúrræði fyrirtækja til að forða greiðsluþroti eða alvarleg vá sé fyrir dyrum í rekstri fyrirtækja.

eldra-par.max-765x490.jpg

miðvikudagur, 20. apríl 2022

Félagsfundur VM

VM boðar til félagsfundar um lífeyrismál mánudaginn 25. apríl kl. 19:30 á Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogs megin). Framsögumaður, Benedikt Jóhannesson tryggingingastærðfræðingur Gildis. Benedikt Jóhannesson og Þórey S.

Idan_K8A1155.jpg

miðvikudagur, 6. apríl 2022

Stofnun Nemastofu atvinnulífsins

Nemastofa atvinnulífsins hóf starfsemi sína þriðjudaginn 5. apríl í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs, að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni, fulltrúum úr atvinnulífi og skólameisturum framhaldsskólanna.

Logo VM með texta

fimmtudagur, 17. mars 2022

Aðalfundur VM 2022

Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 25. mars kl. 17:00.Fundarstaður: Stórhöfða 29(gengið inn Grafarvogs megin) Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörfsamkvæmt lögum félagsins. Nánari upplýsingar varðandi fundinner að finna hér Boðið verður upp á léttar veitingarað fundi loknum.

klippt á borða 04022022 (2).jpg

miðvikudagur, 16. febrúar 2022

Sameiginleg móttaka 2F

Á föstudaginn opnaði sameiginleg móttaka fyrir öll aðildarfélög og aðildarsambönd að Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 29 – 31. Með þessu skrefi er stigið enn stærra skref til að auka samvinnu í iðnaðarsamfélaginu að Stórhöfða.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 26. janúar 2022

Kynning á Fagfélögunum

Á aðalfundi 2019 var samþykkt að VM myndi flytja sig um húsnæði, kaupa Stórhöfða 29 með það að markmiði að auka samvinnu með öðrum iðnaðarmannafélögum á Stórhöfðanum.  Í meðfylgjandi kynningu koma fram hugmyndir félaganna að þeirri samvinnu.

Kerfodrun-undirskrift-12-01-2022.jpg

föstudagur, 21. janúar 2022

Kjarasamningur við Kerfóðrun samþykktur

Í gær lauk atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings við Kerfóðrun. Þrjú stéttarfélög eru aðilar að samningnum VM, FIT og Hlíf í Hafnarfirði. Samningurinn var samþykktur með 68% atkvæða, 17% voru á móti og 4% sátu hjá.

Kerfodrun-undirskrift-12-01-2022.jpg

miðvikudagur, 12. janúar 2022

Skrifað undir kjarasamning við Kerfóðrun

Í dag miðvikudaginn 12. janúar skrifðu stéttarfélögin FIT, VM og Hlíf undir kjarasamning fyrir hönd félagsmanna sinna við Kerfóðrunehf. Samningur stéttarfélaganna og Kerfóðrunar er í takt við aðra sambærilega kjarasamninga sem gerðir hafa verið undanfarin ár þar sem lögð er áhersla á að verja kaupmátt og stytta vinnuvikuna.