Fréttir

IMG_2553.jpg

þriðjudagur, 3. júlí 2018

Ferð eldri félaga VM 2018

Ferð eldri félaga VM var farin þann 28. Júní. Farin var dagsferð um Þingvöll, Kaldadal og Reykholt í Borgarfirði. Lagt var af stað frá stórhöfða um klukkan níu um morguninn og þaðan ekið með um 60 manns á tveimur rútum sem leið lá til Þingvalla þar sem gengið var niður Almannagjá og Lögberg.

Trausti-og-Helgi-Már.jpg

miðvikudagur, 6. júní 2018

Heiðranir sjómanna 2018

Eins og undanfarin ár voru sjómenn heiðraðir víðsvegar um landið á sjómannadaginn fyrir störf sín á sjó. Helgi Sigurjónsson fékk neistann, viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf.

Logo VM með texta

mánudagur, 4. júní 2018

Ný íbúð sjúkrasjóðs VM á Akureyri

Sjúkrasjóður VM hefur nú keypt aðra íbúð og er hún staðsett á Akureyri. Sjúkrasjóður VM á núna tvær íbúðir. Önnur íbúðin er í Mánatúni í Reykjavík og hin íbúðin er í Furulundi á Akureyri. Íbúðir Sjúkrasjóðs skulu ávallt hafa forgang til útleigu fyrir félagsmenn sem þurfa afnot af henni vegna veikinda eða slysa hans eða nánustu fjölskyldu.

gull merki-2-web.jpg

mánudagur, 7. maí 2018

Gullmerki VM 2018

Á aðalfundi VM var þremur félagsmönnum veitt gullmerki félagasins fyrir störf sín fyrir félagið. Jón Jóhannsson Jón Jóhannsson er fæddur 1953 í Tálknafirði. Hann stundaði nám í vélvirkjun hjá Slippstöðinni Akureyri tímabilið 1975 til 1978 og útskrifaðist úr Vélskóla Íslands árið 1980. Jón lauk svo sveinsprófi árið 1985. Jón starfaði sem yfirvélstjóri á Harðbak tímabilið 1980 til 1986 og sem vélstjóri á Mánabergi tímabilið 1987 til 1996. Jón hóf svo störf hjá Kælismiðjunni Frost í apríl árið 1997. Jón byrjaði í félagsmálum sem gjaldkeri og síðan formaður Iðnnemafélags Akureyrar.

Birta_logo_lit.png

fimmtudagur, 15. febrúar 2018

Kjör fulltrúa launamanna í stjórn Birtu

Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launamanna í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs.

ASÍ - logo

miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Lagaleg óvissa um tilgreinda séreign

Afstaða ASÍ og áhrif túlkunar FME Aðdragandi málsins Í janúar 2016 sömdu aðildarfélög ASÍ við SA um breytingar á gildandi kjarasamningi. Í þessum samningi var samið jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins með samkomulagi um hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%.

Loðnuveiðar-small.jpg

miðvikudagur, 4. október 2017

Nýtt viðmiðunarverð 2.október 2017

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2017, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 10% Óslægður þorskur hækkar um 7,0%Slægð ýsa hækkar um 4,0% Óslægð ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 7,0% Ufsi hækkar um 3,2% Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

fimmtudagur, 7. september 2017

Breyting á viðmiðunarverði þorsks, ýsu, karfa og ufsa

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 6. September s.l. voru samþykktar eftirfarandi breytingar á viðmiðunarverðum eftirtalinna fisktegunda: þorskur, slægður hækkar um 3,0%,þorskur, óslægður hækkar um 3,0%,ýsa, slægð hækkar um 2,0%,ýsa, óslægð er óbreytt,karfi hækkar um 3,0% ogslægður og óslægður ufsi hækkar um 2,6% Breytingin tók gildi þann 6. september 2017 og á við um afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.