2025
Hundahúsum fjölgar – opnað fyrir vetrarbókanir
Fréttir

Hundahúsum fjölgar – opnað fyrir vetrarbókanir

Vegna eftirspurnar hefur í tilraunarskyni verið ákveðið að fjölga orlofshúsum þar sem leyfilegt er að vera með hunda.

Þessi hús bætast við frá áramótum:

  • Úlfsstaðir
  • Klifabotn
  • Furulundur 8R
  • Laugarvatn hús 12 og 14
  • Laugarvatn Stórt raðhús

Hundaeigendur eru minntir á að fara að reglum sem gilda um hundahald og þrífa húsin vel að dvöl lokinni. Ef vel gengur gæti þetta orðið til frambúðar. 

Opnað verður í dag, 4. nóvember, fyrir bókanir orlofshúsa á nýju ári, fram að sumartímabili.