2025
Fagfélagakonur lögðu niður störf
Fréttir

Fagfélagakonur lögðu niður störf

Baráttukonur úr röðum Fagfélaganna voru meðal þúsunda kvenna sem lögðu niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins sem Kvennaár 2025, stóð að baki 24. október síðastliðinn.

Fagfélögin dreifðu bleikum húfum og fánum við upphaf sögugöngu um merka áfanga í íslenskri kvennabaráttu, sem hófst í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Að útifundi á Arnarhóli loknum hittust þátttakendur úr Fagfélögunum í drykk á hótelinu Reykjavík Edition og gerðu sér þannig dagamun á þessum frábæra og vel heppnaða baráttudegi.

Fagfélögin þakka öllum konum og kvárum fyrir samveruna og eldmóðinn á þessum merkisdegi í sögu réttindabaráttu kvenna á Íslandi. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessu tilefni.