
Yfirhalningu lokið í Svignaskarði – opnað fyrir bókanir 7. júlí
Miklar endurbætur á húsum VM í Svignaskarði í Borgarfirði eru að baki. Húsin eru nú tilbúin til útleigu á ný. Í suttu máli má segja að þau hafi fengið allsherjaryfirhalningu.
Opnað verður að nýju fyrir bókanir mánudaginn 7. júlí, klukkan 09:00. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær, gildir um leigu á húsunum út sumarið. Fyrsta vikuleigan hefst 10. júlí nk.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af húsunum.