2025
Tvö spenanndi störf laus hjá Iðunni
Fréttir

Tvö spenanndi störf laus hjá Iðunni

Iðan fræðslusetur hefur auglýst tvö spennandi störf laus umsóknar. Annars  vegar er um að ræða starf markaðs- og sölustjóra Iðunnar. Markaðs- og sölustjóri leiðir markaðs- og sölustarf Iðunnar, ber ábyrgð á vef Iðunnar, daglegum markaðsverkefnum og á í miklum samskiptum við starfsfólk Iðunnar þvert á félagið. Markaðs- og sölustjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Iðunnar og situr í framkvæmdastjórn félagsins.

Hins vegar leitar Iðan að nýjum fræðslufulltrúa. Í því starfi felst utanumhald með stað- og vefnámskeiðum í iðngreinum, samskipti við þátttakendur og leiðbeinendur, umsjón með tæknimálum tengdum námskeiðahaldi og umsjón með kennsluatriði.

Iðan er leiðandi fræðslusetur í iðnaði og þjónustar bílgreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, málm- og véltæknigreinar, matvæla- og veitingagreinar og prent- og miðlunargreinar. Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun en markmið Iðunnar er að stuðla að framúrskarandi færni, framþróun og nýsköpun meðal starfsfólks í iðngreinum.