
Fundur og könnun vegna aðildar VM að ASÍ
Um 20 félagar sóttu félagsfund um aðild VM að Alþýðusambandi Íslands sem haldinn var á Stórhöfða í gær. Fundurinn var byggður á samþykkt síðasta aðalfundar sem lagði til að vera félagsins í ASÍ yrði tekin til skoðunar. Félagsmenn hafa svo fengið senda skoðanakönnun þar sem spurt er um afstöðu félagsmanna til aðildarinnar auk þess sem spurt er um afstöðu þátttakenda til Fagfélaganna.
Á fundinum flutti formaður félagsins stutta tölu en hann benti í nýlegum pistli á mikilvægi þess í sögulegu samhengi að tilheyra Alþýðusambandinu. Í kjölfarið kynnti Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, starfsemi þess.
Að erindunum loknum fóru fram líflegar umræður um Alþýðusambandið en Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, stýrði fundinum.