
Sumarúthlutun 2025
Sumarúthlutun er á næsta leiti. Úthlutað verður rafrænt samkvæmt punktakerfi. Hér fyrir neðan er tímalína vegna sumarúthlutunar 2025.
- 17. febrúar kl. 09.00 opnar fyrir umsóknarferlið vegna sumars 2025. Umsóknarferlið er opið til 4. mars.
- 5. mars fer svo fram úthlutun, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun.
- 5. – 11. mars þarf að greiða fyrir úthlutað hús eða íbúð.
- 12.-16. mars verður þeim eignum úthlutað, sem ekki hefur verið greitt fyrir eða hafa verið afbókuð, til þeirra sem fengu synjun.
- Þann 17. mars kl. 11.00 opnar fyrir alla í „fyrst koma fyrst fá“. Þá er opnað fyrir þær vikur sumars sem eftir verða.
- Niðurstöður úthlutunar sendar í sms/tölvupósti til félagsfólks.
- Félagsfólk þarf að greiða innan viku frá úthlutun.
- Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir sumartímann.