Fagfélögin styrkja tvenn hjálparsamtök
Fagfélögin veittu Hjálparstarfi kirkjunnar annars vegar og Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðisins hins vegar styrki fyrir jólin.
Það var Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar sem afhenti styrkinn fyrir norðan en við honum tóku Baldvin Valdemarsson og Kristbjörg Álfhildar Sigurðardóttir fyrir hönd velferðarsjóðsins.
Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu undir hatti Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis.
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, veitti styrk Fagfélaganna viðtöku á Stórhöfða í Reykjavík í vikunni. Honum afhentu styrkinn, Andri Haraldsson, varaformaður RSÍ, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS og Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM.
Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun sem sinnir mannúðar- og hjálparstarfi í nafni íslensku þjóðkirkjunnar.
Fagfélögin (RSÍ, VM, Byggiðn og MATVÍS) eru sannfærð um að styrkirnir komi að góðum notum í starfi þessara mikilvægu hjálparsamtaka.