2024
Félagsfundir VM milli jóla og nýárs
Fréttir

Félagsfundir VM milli jóla og nýárs

Á félagsfundum VM, sem haldnir eru milli jóla og áramóta, er hefð fyrir því að ræða málefni vélstjóra á sjó. Af óviðráðanlegum orsökum verða fundirnir úti á landi í fjarfundum að þessu sinni, en fundurinn í Reykjavík verður hvoru tveggja fjarfundur og staðfundur. Á Ísafirði, á Höfn og í Vestmannaeyjum munu félagsmenn, sem hafa tök á, verða saman á fundinum. Eitthvað er um að menn ætla að safnast saman í skipunum. Annars staðar verða fjarfundir sem hver og einn fer inn á úr sínu tæki.

Dagkrá fundanna 2024

Ísafjörður 26. des. (annar í jólum)

Reykjavík 27. des. (föstudagur)

Snæfellsnes 27. des. (föstudagur)

Akureyri 27. des. (föstudagur)

Neskaupsstaður 28. des. (laugardagur)

Vestmannaeyjar 30. des. (mánudagur)

Höfn 30. des. (mánudagur)