Tímarit VM komið út
Desemberútgáfa Tímarits VM er komin úr prentun. Dreifing á tímaritinu hefst eftir helgi og stendur yfir í nokkra daga.
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tímaritinu að þessu sinni. Nýr ritstjóri hefur tekið við tímaritinu, sem unnið er í nánu samstarfi við starfsfólk VM.
Óhætt er að segja að aukin áhersla sé á viðtöl við félagsfólk en útlit blaðsins hefur einnig tekið breytingum.
Félagið færir viðmælendum tímaritsins sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til útgáfunnar.
Tímaritinu verður dreift prentuðu til þeirra félaga sem skráðu sig á þar til gerðan póstlista. Eldri félagar fá einnig tímaritið sent heim. Allir félagar sem eru með skráð netfang fá tímaritið sent í tölvupósti. Það er líka aðgengilegt hér.
Tímaritið verður aukinheldur hægt að nálgast prentað í móttökunni á Stórhöfða 29-31, í næstu viku.
Efnistök tímaritsins eru fjölbreytt og skemmtileg, eins og ráða má af efnisyfirlitinu
- Pistill formanns
- Fundir með vélstjórum
- Umfjöllun um nýtt orlofshús
- Innheimta félagsgjalda til Fagfélaganna
- Uppbygging orlofshúsa á Laugarvatni
- „Dýrt að gera mistök“ – Viðtal við Björn Berg um lífeyrismál
- „Ættum alltaf að koma fram sem ein heild“ – Guðmundur Helgi og Benóný Harðarson ræða kjaramálin
- Innlit í starfsemi Iðunnar
- Ný þjónustukerfi og umsóknir um styrki
- Réttindasöfnun úr fræðslusjóði
- Kaffiboð eldra félagsfólks
- Ítarleg umfjöllun um Alvotech – Rætt við Arnar Már Jónsson vélstjóra
- NMF fundaði í Reykjavík
- Umfjöllun um vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna
- Þórólfur Matthíasson skrifar um auðlindamál
- Viðtal við Jóhann Bæring Gunnarsson hjá Ístækni
- Björn Valur Gíslason er skipstjóri á frönskum togara
- Útskriftir nýsveina vélvirkjun
- Rætt við vélfræðingana Sigurgeir Þráinn Jónsson og Kolbein Sigmundsson
- Kynslóðaskipti hjá Vélvirkja á Dalvík
- Myndir frá mótmælum á Austurvelli í september
- Dagbjartur Kjaran hefur fundið sína fjöl í Vélskólanum
- Atli Már hlaut Neistann
- Rætt við Þorfinn Hjaltason yfirvélstjóra á Sigurbjörgu ÁR-67
- Trúnaðarmannaráðstefna Fagfélaganna
- Eldri félagar heimsóttu geitabændur í Borgarfirði
- Gamla fréttin
- Undirbúa keppni í vélvirkjun á Íslandi
- Krossgáta og þrautir