2024
Kjarasamningur við Faxaflóahafnir samþykktur – Samið við Reykjavíkurborg og Marel
Fréttir

Kjarasamningur við Faxaflóahafnir samþykktur – Samið við Reykjavíkurborg og Marel

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning VM við Faxaflóahafnir er lokið. Samningurinn var samþykktur með tæplega 88% atkvæða og tekur því gildi.
 
Í gær skrifaði VM undir kjarasamning við Marel. Kynning á samningnum mun fara fram í næstu viku, en nánari tímasetning verður send á félagsfólk þegar hún liggur fyrir. 
 
Loks var í gær skrifað undir kjarasamning á milli VM og Reykjavíkurborgar í gær. Um mikil tímamót er að ræða enda hefur VM unnið lengi að þessum samningi.