Leitað að leiðtoga Öryggisskóla iðnaðarins
Iðan fræðslusetur og Rafmennt vinna nú að undirbúningi stofnunar Öryggisskóla iðnaðarins. Meginmarkmið skólans er að draga úr slysum í iðnaði með því að fræða og upplýsa eigendur og starfsfólk fyrirtækja í iðnaði um mikilvægi öryggisþátta, veita þjálfun og stuðla að aukinni öryggismenningu.
Af þessum sökum leita Iðan og Rafmennt nú að leiðtoga þessa nýja skóla. Leiðtogi Öryggisskólans mun ber ábyrgð á uppbyggingu skólans og stýra starfi hans. Leiðtoginn mun vinna náið með fagráði Öryggisskólans en fagráðið er leiðbeinandi um náms- og fræðsluframboð. Fagráð verður skipað aðilum frá Iðunni, Rafmennt og Vinnueftirlitinu.
Hlutverk leiðtogans felur í sér gott samstarf og samvinnu við hagaðila, að greina þarfir fyrirtækja og stofnana og þróa fræðslu sem stuðlar að bættu öryggi og öryggismenningu á vinnustöðum. Leiðtoginn hefur forystu um að bjóða vönduð námskeið og fræðsluefni, kynna Öryggisskólann og halda utanum tæknimál og miðla á vegum skólans.