
Kjarakönnun VM send út
Félagsfólk í VM sem starfar í landi hefur fengið senda árlega kjarakönnun VM. Könnunin er mikilvægur liður í baráttu félagsins fyrir kjörum félagsmanna en niðurstöðurnar eru ekki síður mikilvægar fyrir félagsfólk sem getur út frá niðurstöðum könnunarinnar borið saman sín laun við laun annarra í sambærilegum störfum. Til að niðurstöðurnar séu sem áreiðanlegastar er nauðsynlegt að sem flest taki þátt. Þín þátttaka skiptir því sköpum.
Könnunin tekur til launa í september 2024 og því gott að hafa launaseðil við hendina þegar könnuninni er svarað.
Aðeins örfáar mínútur tekur að svara könnuninni. Nöfn fimm þátttakenda verða dregin út þegar könnunin verður yfirstaðin. Þeir munu vinna helgardvöl í orlofshúsum félagsins, utan sumar- og páskatímabila, að eigin vali.
Könnunin hefur verið send á þremur tungumálum, til að ná til sem flestra.
Ef þú starfar í landi, hefur ekki fengið tölvupóst en vilt svara könnuninni, skaltu hafa samband á halldor.arnar@vm.is . Athugið að nokkur hópur félagsfólks hefur í gegn um tíðina skráð sig af póstlista VM. Sá hópur fær ekki boð um að taka þátt.