Andlát: Guðmundur Smári
Guðmundur Smári Guðmundsson vélstjóri lést þann 25. september síðastliðinn, 73 ára að aldri. Guðmundur Smári gegndi um árabil trúnaðarstörfum fyrir járniðnaðarmenn og átti sæti í stjórn Félags járniðnaðarmanna, meðal annars sem ritari. Hann átti jafnframt sæti í fyrstu stjórn VM, eftir sameiningu félaganna.
Guðmundur Smári, sem var lengi yfirtrúnaðarmaður hjá Marel, var sæmdur gullmerki VM árið 2017.
VM sendir fjölskyldu og ástvinum Guðmundar Smára innilegar samúðarkveðjur.