2024
Kjaradeildin verður á Vestfjörðum 24. september
Fréttir

Kjaradeildin verður á Vestfjörðum 24. september

Kjaradeild Fagfélaganna verður með viðveru á Vestfjörðum á morgun, þriðjudaginn 24. september. Þá mun sérfræðingur úr kjarateymi Fagfélaganna vera í landshlutanum og hitta félagsfólk RSÍ, MATVÍS, VM og Byggiðn.

Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á netfangið benony@fagfelogin.is.

Eins og Fagfélögin tilkynntu á dögunum var ákveðið nýverið að hækka þjónustustigið á landsbyggðinni.

Dagskrá heimsókna út á land verður sem hér segir. Tekið skal fram að félagsfólki um allt land er velkomið að hafa samband við Fagfélögin hvenær sem er utan þessara tíma.

Staður Dagsetning
Austurland 4. september
Vestfirðir 24. september
Akureyri 3. október
Akureyri 5. nóvember
Austurland 19. nóvember
Akureyri 3. desember