Kjaradeildin verður á Vestfjörðum 24. september
Kjaradeild Fagfélaganna verður með viðveru á Vestfjörðum á morgun, þriðjudaginn 24. september. Þá mun sérfræðingur úr kjarateymi Fagfélaganna vera í landshlutanum og hitta félagsfólk RSÍ, MATVÍS, VM og Byggiðn.
Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á netfangið benony@fagfelogin.is.
Eins og Fagfélögin tilkynntu á dögunum var ákveðið nýverið að hækka þjónustustigið á landsbyggðinni.
Dagskrá heimsókna út á land verður sem hér segir. Tekið skal fram að félagsfólki um allt land er velkomið að hafa samband við Fagfélögin hvenær sem er utan þessara tíma.
Staður | Dagsetning |
Austurland | 4. september |
Vestfirðir | 24. september |
Akureyri | 3. október |
Akureyri | 5. nóvember |
Austurland | 19. nóvember |
Akureyri | 3. desember |